Sunday, November 9, 2008

Viðtal við keppendur #1




1) Hver er listamaðurinn?
Ragnar Steinn Árnason.

2) Fyrsta minningin um myndlist:
Þegar mamma dróg mig á Louvre safnið í Frakklandi, ég var um 10 ára. Ég málaði fyrsta málverkið mitt í myndmennt 103 í MH. Ætli ég hafi ekki verið 17 ára.

3) Hvaða áhrif hefur Skandinavía haft á þína listsköpun?
Hún hafði engin helvítis áhrif.

4) Hver er afstaða þín til Ólympíuleikanna?
Ólympíuleikarnir eru eins og lífsins tré, þar sem allar þjóðir koma saman í friði. Hver íþróttagrein er ein grein á trénu.

5) Ef þú værir fastur á eyðieyju og mættir taka einn hlut með þér, hvað myndi það vera?
Tom Hanks

6) Hverjir eru þínir helstu áhrifavaldar í listsköpun?
Fjölskyldan og Picasso.

7) Lýstu verkinu þínu:
Samheldni.

8) Af hverju ætti verkið þitt að vinna keppnina?
Af því verkið mitt er tillitsamt en ekki eigingjarnt. Verkið mitt gæti orðið einkenni SCARTA einhverntiman í framtíðinni.

9) Að lokum: Hvað er list?
List…. Það er erfitt að skilgreina list á altækan þátt, en ef ég yrði að gera það þá myndi ég segja að það væri þegar sköpunargáfunni er gefinn laus taumurinn og allt mögulegt er búið til í þeim megin tilgangi að varpa ljósi á mikilfengleika heimsins (www.wikipedia.com/whatisart).

No comments: