Tuesday, November 11, 2008

Viðtal við keppendur #3

1) Hver er listamaðurinn?
Hafsteinn Máni Thorlacius. Ég er fágaður, dýnamískur og djarfur, fyrir vikið verða listaverk mín spennandi og jafnframt áberandi á kurteisan hátt.

2) Fyrsta minningin um myndlist:
Þegar pabbi kom heim með málverk sem Kjarval hafði málað fyrir hann. Ég var held ég fimm ára.

3) Hvaða áhrif hefur Skandinavía haft á þína listsköpun?
Ég nýti mér falleg form í Skandinavískri náttúru, líkt og Alvar Aalto.

4) Hver er afstaða þín til Ólympíuleikanna?
Skemmtun fyrir áhorfendur.

5) Ef þú værir fastur / föst á eyðieyju og mættir taka 1 hlut með þér, hvað myndi það vera?
Bang&Olafsen mp3 spilarann minn.

6) Hverjir eru þínir helstu áhrifavaldar í listsköpun?
Umhverfið er það sem hefur mest áhrif á mig. En ég held einnig upp á Per Kirkeby.

7) Lýstu verkinu þínu í einu orði / setningu:
Úthugsað.

8) Af hverju ætti verkið þitt að vinna keppnina?
Því það stendur uppúr, svo einfalt er það.

9) Að lokum: Hvað er list?
List gleður skilningarvitin.

Monday, November 10, 2008

Viðtal við keppendur #2


1) Hver er listamaðurinn?
Frökk, sjálfstæð og innhverf einstæð móðir. Tilheyrir gjörningalistahópnum Fjokken og gjörningastelpuhópnum Raunverurnar. Mér finnst gaman að dansa, kíki út um helgar og hika ekki við að leika mér í lífinu.

2) Fyrsta minningin um myndlist:
Mín fyrsta minning um myndlist er þegar ég sat s.a. 4 ára á leikskólanum og var að föndra mynd handa ömmu minni. Þetta var hvít lítil mynd með ljósmynd af mér, brosandi á náttkjólnum í miðjunni og ég límdi með hvítu túbulími allskonar fjörufínerí sem ég hafði týnt í svörtum sandinum nokkrum dögum áður. Krabbaklær, skeljar, kuðungar og sandur. Þá man ég hvað ég var hrifin af því að vera að skapa með huga og höndum eitthvað áþreifanlegt fyrir hvort tveggja.

3) Hvaða áhrif hefur Skandinavía haft á þína listsköpun?
Ég myndi segja að Skandinavía komi fram í minni listsköpun með öllu þessu "hráa" þema. Skandinavía er mjög hrá ef ég má segja svo og verk mín eru flest öll hrá á einhvern hátt - þannig séð. Þau eru samt útpæld og hugsuð þannig að fólk getur allskonar tengingar fundið - flókin en samt liggur allt svo uppi - alveg eins og Skandinavía getur verið.

4) Hver er afstaða þín til Ólympíuleikanna?
Mér finnst Ólympíuleikunum ekki takast ætlunarverk sitt. Tilgangur þeirra er að stuðla að friði, jafnrétti og bræðralagi, en samt er fólki mismunað hægri vinstri. Ólympíuleikar fatlaðra eru náttúrulega bara djók.

5) Ef þú værir fastur / föst á eyðieyju og mættir taka 1 hlut með þér, hvað myndi það vera?
Dóttir mín - hún er lang fyndunst í öllum heiminum og svo er hún svo sniðug - myndi vilja brosa með henni þar til hún myndi pottþétt finna á leið til björgunar eða þá að við myndum deyja saman.

6) Hverjir eru þínir helstu áhrifavaldar í listsköpun?
Mínir helstu áhrifavaldar í listsköpun eru allir þeir sem hafa náð því að snerta við mér lengst inni í hjartarótum. Uppáhalds listamaðurinn minn er Sven Grödengrutt frá Danmörku -án efa! Mikilfenglegt að sjá hans verk live og að spjalla við hann um list er brilliant, þetta er maður sem skrifað verður um í sögubækurnar.

7) Lýstu verkinu þínu:
Verkið mitt er - raunverulegt.

8) Af hverju ætti verkið þitt að vinna keppnina?
Verkið mitt er bæði líkamlegt og snertir hugarfar hjá fólki. Hversvegna að fljúga yfir stöngina? Hvert er challangeið þar? Það er áskorunin!

9) Að lokum: Hvað er list?
Hvað það sem snertir við þér, kveikir á sæta kertinu innanundir fötunum, skinninu, liggur við beinin og flýgur upp í haus. Það er eitthvað sem ég tel vera list.

Sunday, November 9, 2008

Viðtal við keppendur #1




1) Hver er listamaðurinn?
Ragnar Steinn Árnason.

2) Fyrsta minningin um myndlist:
Þegar mamma dróg mig á Louvre safnið í Frakklandi, ég var um 10 ára. Ég málaði fyrsta málverkið mitt í myndmennt 103 í MH. Ætli ég hafi ekki verið 17 ára.

3) Hvaða áhrif hefur Skandinavía haft á þína listsköpun?
Hún hafði engin helvítis áhrif.

4) Hver er afstaða þín til Ólympíuleikanna?
Ólympíuleikarnir eru eins og lífsins tré, þar sem allar þjóðir koma saman í friði. Hver íþróttagrein er ein grein á trénu.

5) Ef þú værir fastur á eyðieyju og mættir taka einn hlut með þér, hvað myndi það vera?
Tom Hanks

6) Hverjir eru þínir helstu áhrifavaldar í listsköpun?
Fjölskyldan og Picasso.

7) Lýstu verkinu þínu:
Samheldni.

8) Af hverju ætti verkið þitt að vinna keppnina?
Af því verkið mitt er tillitsamt en ekki eigingjarnt. Verkið mitt gæti orðið einkenni SCARTA einhverntiman í framtíðinni.

9) Að lokum: Hvað er list?
List…. Það er erfitt að skilgreina list á altækan þátt, en ef ég yrði að gera það þá myndi ég segja að það væri þegar sköpunargáfunni er gefinn laus taumurinn og allt mögulegt er búið til í þeim megin tilgangi að varpa ljósi á mikilfengleika heimsins (www.wikipedia.com/whatisart).