Tuesday, November 11, 2008

Viðtal við keppendur #3

1) Hver er listamaðurinn?
Hafsteinn Máni Thorlacius. Ég er fágaður, dýnamískur og djarfur, fyrir vikið verða listaverk mín spennandi og jafnframt áberandi á kurteisan hátt.

2) Fyrsta minningin um myndlist:
Þegar pabbi kom heim með málverk sem Kjarval hafði málað fyrir hann. Ég var held ég fimm ára.

3) Hvaða áhrif hefur Skandinavía haft á þína listsköpun?
Ég nýti mér falleg form í Skandinavískri náttúru, líkt og Alvar Aalto.

4) Hver er afstaða þín til Ólympíuleikanna?
Skemmtun fyrir áhorfendur.

5) Ef þú værir fastur / föst á eyðieyju og mættir taka 1 hlut með þér, hvað myndi það vera?
Bang&Olafsen mp3 spilarann minn.

6) Hverjir eru þínir helstu áhrifavaldar í listsköpun?
Umhverfið er það sem hefur mest áhrif á mig. En ég held einnig upp á Per Kirkeby.

7) Lýstu verkinu þínu í einu orði / setningu:
Úthugsað.

8) Af hverju ætti verkið þitt að vinna keppnina?
Því það stendur uppúr, svo einfalt er það.

9) Að lokum: Hvað er list?
List gleður skilningarvitin.

No comments: