1) Hver er listamaðurinn?
Hafsteinn Máni Thorlacius. Ég er fágaður, dýnamískur og djarfur, fyrir vikið verða listaverk mín spennandi og jafnframt áberandi á kurteisan hátt.
2) Fyrsta minningin um myndlist:
Þegar pabbi kom heim með málverk sem Kjarval hafði málað fyrir hann. Ég var held ég fimm ára.
3) Hvaða áhrif hefur Skandinavía haft á þína listsköpun?
Ég nýti mér falleg form í Skandinavískri náttúru, líkt og Alvar Aalto.
4) Hver er afstaða þín til Ólympíuleikanna?
Skemmtun fyrir áhorfendur.
5) Ef þú værir fastur / föst á eyðieyju og mættir taka 1 hlut með þér, hvað myndi það vera?
Bang&Olafsen mp3 spilarann minn.
6) Hverjir eru þínir helstu áhrifavaldar í listsköpun?
Umhverfið er það sem hefur mest áhrif á mig. En ég held einnig upp á Per Kirkeby.
7) Lýstu verkinu þínu í einu orði / setningu:
Úthugsað.
8) Af hverju ætti verkið þitt að vinna keppnina?
Því það stendur uppúr, svo einfalt er það.
9) Að lokum: Hvað er list?
List gleður skilningarvitin.
Tuesday, November 11, 2008
Monday, November 10, 2008
Viðtal við keppendur #2
1) Hver er listamaðurinn?
Frökk, sjálfstæð og innhverf einstæð móðir. Tilheyrir gjörningalistahópnum Fjokken og gjörningastelpuhópnum Raunverurnar. Mér finnst gaman að dansa, kíki út um helgar og hika ekki við að leika mér í lífinu.
2) Fyrsta minningin um myndlist:
Mín fyrsta minning um myndlist er þegar ég sat s.a. 4 ára á leikskólanum og var að föndra mynd handa ömmu minni. Þetta var hvít lítil mynd með ljósmynd af mér, brosandi á náttkjólnum í miðjunni og ég límdi með hvítu túbulími allskonar fjörufínerí sem ég hafði týnt í svörtum sandinum nokkrum dögum áður. Krabbaklær, skeljar, kuðungar og sandur. Þá man ég hvað ég var hrifin af því að vera að skapa með huga og höndum eitthvað áþreifanlegt fyrir hvort tveggja.
3) Hvaða áhrif hefur Skandinavía haft á þína listsköpun?
Ég myndi segja að Skandinavía komi fram í minni listsköpun með öllu þessu "hráa" þema. Skandinavía er mjög hrá ef ég má segja svo og verk mín eru flest öll hrá á einhvern hátt - þannig séð. Þau eru samt útpæld og hugsuð þannig að fólk getur allskonar tengingar fundið - flókin en samt liggur allt svo uppi - alveg eins og Skandinavía getur verið.
4) Hver er afstaða þín til Ólympíuleikanna?
Mér finnst Ólympíuleikunum ekki takast ætlunarverk sitt. Tilgangur þeirra er að stuðla að friði, jafnrétti og bræðralagi, en samt er fólki mismunað hægri vinstri. Ólympíuleikar fatlaðra eru náttúrulega bara djók.
5) Ef þú værir fastur / föst á eyðieyju og mættir taka 1 hlut með þér, hvað myndi það vera?
Dóttir mín - hún er lang fyndunst í öllum heiminum og svo er hún svo sniðug - myndi vilja brosa með henni þar til hún myndi pottþétt finna á leið til björgunar eða þá að við myndum deyja saman.
6) Hverjir eru þínir helstu áhrifavaldar í listsköpun?
Mínir helstu áhrifavaldar í listsköpun eru allir þeir sem hafa náð því að snerta við mér lengst inni í hjartarótum. Uppáhalds listamaðurinn minn er Sven Grödengrutt frá Danmörku -án efa! Mikilfenglegt að sjá hans verk live og að spjalla við hann um list er brilliant, þetta er maður sem skrifað verður um í sögubækurnar.
7) Lýstu verkinu þínu:
Verkið mitt er - raunverulegt.
8) Af hverju ætti verkið þitt að vinna keppnina?
Verkið mitt er bæði líkamlegt og snertir hugarfar hjá fólki. Hversvegna að fljúga yfir stöngina? Hvert er challangeið þar? Það er áskorunin!
9) Að lokum: Hvað er list?
Hvað það sem snertir við þér, kveikir á sæta kertinu innanundir fötunum, skinninu, liggur við beinin og flýgur upp í haus. Það er eitthvað sem ég tel vera list.
Sunday, November 9, 2008
Viðtal við keppendur #1
1) Hver er listamaðurinn?
Ragnar Steinn Árnason.
2) Fyrsta minningin um myndlist:
Þegar mamma dróg mig á Louvre safnið í Frakklandi, ég var um 10 ára. Ég málaði fyrsta málverkið mitt í myndmennt 103 í MH. Ætli ég hafi ekki verið 17 ára.
3) Hvaða áhrif hefur Skandinavía haft á þína listsköpun?
Hún hafði engin helvítis áhrif.
4) Hver er afstaða þín til Ólympíuleikanna?
Ólympíuleikarnir eru eins og lífsins tré, þar sem allar þjóðir koma saman í friði. Hver íþróttagrein er ein grein á trénu.
5) Ef þú værir fastur á eyðieyju og mættir taka einn hlut með þér, hvað myndi það vera?
Tom Hanks
6) Hverjir eru þínir helstu áhrifavaldar í listsköpun?
Fjölskyldan og Picasso.
7) Lýstu verkinu þínu:
Samheldni.
8) Af hverju ætti verkið þitt að vinna keppnina?
Af því verkið mitt er tillitsamt en ekki eigingjarnt. Verkið mitt gæti orðið einkenni SCARTA einhverntiman í framtíðinni.
9) Að lokum: Hvað er list?
List…. Það er erfitt að skilgreina list á altækan þátt, en ef ég yrði að gera það þá myndi ég segja að það væri þegar sköpunargáfunni er gefinn laus taumurinn og allt mögulegt er búið til í þeim megin tilgangi að varpa ljósi á mikilfengleika heimsins (www.wikipedia.com/whatisart).
Friday, November 7, 2008
Ávarp formanns
Ágætu sýningargestir!
Velkomin á fyrstu SCARTA (Scandinavia Art Contest for Amateurs) keppnina á Íslandi.
Það er sérstök en jafnframt gleðileg tilviljun að keppnin fer fram einmitt nú, þegar skyldmenni okkar, eyþjóðin stolta, berjast í bökkum og allt virðist þeim upp í mót. Á tímum sem þessum ber okkur að styrkja böndin og standa saman, og rétt eins og frændþjóðirnar rétta ykkur nú hjálparhönd hver af annarri, fagna ég af heilum hug þátttöku Íslands í ár. Verið hjartanlega velkomin.
Samkvæmt reglum keppninnar var auglýst eftir verkum snemmvors og að gefnu tilefni var ákveðið að hafa yfirskrift hennar í ár Ólympíuleikar. Margar skemmtilegar hugmyndir bárust og var dómnefnd, skipuð af yfirstjórn SCARTA, falið að velja verkin sem keppa skyldu til úrslita. Þau verk eru nú til sýnis, og þann 23. nóvember verður kunngjört hvaða listamaður ber sigur úr býtum og tekur þátt fyrir Íslands hönd í aðalkeppninni sem haldin verður í Tromsö þann 26. janúar á næsta ári.
Fyrir utan þann mikla heiður að keppa til úrslita fær íslenski sigurvegarinn 1 milljón króna í verðlaun. Sigurvegari lokakeppninnar fer hins vegar heim með andvirði 8 milljóna íslenskra króna (skv. gengistölum norska seðlabankans).
Það er eðli góðrar listar að þekkja ekki sín takmörk. Óstýrilát flæðir hún áfram, óháð öllum landamærum og stöðvar ekki framgang sinn fyrr en hún hefur náð áfangastað sínum, fyrir augum þeirra sem njóta vilja. Það er skoðun mín að list hafi lækningarmátt. Hún er huggun gegn harmi, óvéfengjanleg sönnun þess að hvað sem á dynur, þá hefur mannskepnan alltaf þessa uppsprettu að leita til, sköpunarlindin er ávallt til staðar, hvort sem er til að sefa hrakin hjörtu, eða blása eldmóði í brjóst.
Ég óska íslensku þjóðinni alls hins besta.
Petri Heikkilä,
formaður undirbúningsnefndar SCARTA.
Saga keppninnar
Þótt SCARTA keppnin sé nú haldin í fyrsta sinn á Íslandi, er hún langt því frá ný af nálinni. Sögu hennar má rekja allt aftur til ársins 1950, þegar norski myndlistarmaðurinn Ingemar Hansen, sem keppt hafði fyrir Noregs hönd í myndlist á Ólympíuleikunum 1948, fékk styrk frá Norðurlandaráði til að „taka upp kyndilinn og halda heiðri listarinnar á lofti, nú þegar Alþjóðlega Ólympíunefndin (IOC) hefur ýtt henni í skuggann,“ eins og hann orðaði það sjálfur. Þar vísaði hann til þeirrar ákvörðunar að taka allar keppnir í listum af dagskrá leikanna.
Hansen var mikill Ólympíusinni og skrifaði margar greinar um mikilvægi Ólympíuleikanna í samfélagi þjóða. Þar viðraði hann hugmyndir sínar um hvernig leikarnir gætu stuðlað að heimsfriði, ef rétt væri að staðið. „Hvers vegna ekki að slíðra sverðin og gera upp sakir á heiðarlegan og heilbrigðan hátt?“ segir hann á einum stað. Málstaður hans náði þó aldrei að festa rætur og var Hansen af mörgum uppnefndur einfaldur bjartsýnismaður, sem skorti alla vitneskju um utanríkismál.
SCARTA keppnin náði hins vegar að vaxa og dafna. Hver Norðurlandaþjóðin af annarri bættist með tímanum í hópinn, og hafa þær allar, fyrir utan Ísland, tekið þátt undanfarin ár. Í tilefni af því að Íslendingar séu nú loks með, stóð til að ekkja Ingemars Hansen, Charlotte Hansen, yrði viðstödd opnunina í Norræna húsinu, en hún varð því miður að afþakka boðið, af heilsufarsástæðum. Hún sendi í staðinn hugheilar kveðjur og ítrekaði ánægju sína, þessi stund hefði glatt mann hennar mikið, en Ingemar Hansen lést þann 17. febrúar 2003.
Hansen var mikill Ólympíusinni og skrifaði margar greinar um mikilvægi Ólympíuleikanna í samfélagi þjóða. Þar viðraði hann hugmyndir sínar um hvernig leikarnir gætu stuðlað að heimsfriði, ef rétt væri að staðið. „Hvers vegna ekki að slíðra sverðin og gera upp sakir á heiðarlegan og heilbrigðan hátt?“ segir hann á einum stað. Málstaður hans náði þó aldrei að festa rætur og var Hansen af mörgum uppnefndur einfaldur bjartsýnismaður, sem skorti alla vitneskju um utanríkismál.
SCARTA keppnin náði hins vegar að vaxa og dafna. Hver Norðurlandaþjóðin af annarri bættist með tímanum í hópinn, og hafa þær allar, fyrir utan Ísland, tekið þátt undanfarin ár. Í tilefni af því að Íslendingar séu nú loks með, stóð til að ekkja Ingemars Hansen, Charlotte Hansen, yrði viðstödd opnunina í Norræna húsinu, en hún varð því miður að afþakka boðið, af heilsufarsástæðum. Hún sendi í staðinn hugheilar kveðjur og ítrekaði ánægju sína, þessi stund hefði glatt mann hennar mikið, en Ingemar Hansen lést þann 17. febrúar 2003.
Thursday, November 6, 2008
Keppt í listum á Ólympíuleikum
Keppnir í listum voru hluti af Ólympíuleikunum frá árunum 1912-1948. Verðlaun voru veitt í fimm greinum, þar sem listamenn unnu á mismunandi hátt út frá þemanu íþróttir. Leyfilegt var að hver keppandi sendi inn fleiri en eitt verk og því gat það hent að sami listamaðurinn ynni gull, silfur og bronsverðlaun öll í senn. Þá má að gamni geta þess að tvö dæmi eru um keppendur sem unnu bæði til verðlauna í íþróttum og listum.
Keppnisgreinar voru eftirfarandi: arkitektúr, bókmenntir, tónlist, málverk og skúlptúragerð. Til stóð á tímabili að bæta við dansi, kvikmyndagerð, ljósmyndun og leiklist, en úr því varð þó ekki.
Árið 1954 var endanlega tekin ákvörðun um að leggja þennan hluta leikanna niður, þegar í ljós kom að þjóðir sendu æ oftar lærða listamenn, þótt svo að reglur kvæðu á um að einungis áhugafólk hefði keppnisrétt.
Monday, November 3, 2008
Subscribe to:
Posts (Atom)